Daginn tekur að lengja og Þorrablót framundan.

Jæja góðir hálsar (þið sem á annað borð lesið þetta). Þá er daginn tekið að lengja aftur og framundan eru skemmtilegir tímar. Þorrinn gengur von bráðar í garð með skemmtunum og tilheyrandi áti. Kætast þá vambir landans. Stríðsmálaðir sviðakjammar verða á boðstólum og borð svigna undan kræsingum líkt og gengur og gerist hjá höfðingjum þjóðar vorrar. Búast má við hörðum skotum frá nefndarmönnum Þorra víkings enda af nógu að taka nú þegar Bankasýslan tekur sér bólfestu í landshlutanum.

Ég breyti svo leturstærðinni hérna á síðunni til að sjá textan og ef einhverjir vinir mínir lesa þetta þá mega þeir vita að það er ekki síður fyrir þá gert enda flesum farin að förlast sýn.:)

Hvað sem því líður þá fer líka EM að byrja og verður nóg að gera að fylgjast með handboltanum á næstunni. Meira síðar um ekkert.  


Nýtt ár byrjar með tölvuleiðindum.

Árið 2016 er gengið í garð. Við þóttumst lifa á tölvuöld hinum megin við aldamótin síðustu. Samt erum við ekki komin lengra en svo í tövluþróuninni að þegar einn lásý ráder gefur sig vegna rafmagnssveiflna dettur allt heila klabbið út. Ég væri ekki að bölsótast þetta nema vegna þess að ég fæ við það útrás. Nútíminn er þannig úr garði gerður að ef ekki er tölvusamband þá er ekkert samband. Við erum símasambandslaus, tölvupóstur virkar ekki og ekki er hægt að vafra á netinu. Vonandi kemst þetta í lag hið fyrsta. Það er hálf undarlegt eftir sem áður að það skuli taka 2.5 virka vinnudaga að finna út úr smávægilegri bilun sem sennilegast stafar af yfirbrunnum ráder að ekki sé nú talað um alla aðilana sem hafa þarf samband við og í flestum tilvikum bera enga ábyrgð á ástandinu þó svo að þeir þiggi digrar greiðslur fyrir þjónustuna sem svo reynist oft minni en engin. Jæja þá er ég búinn að blása úr mér og vona að þetta komist nú allt saman í lag áður en dagurinn er á enda. 

Ykkar einlægur, 

Tölvu Tóti. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband