13.2.2017 | 15:53
Dánarbú. Erfðaréttur. Powerpoint-Kynning.
Kynning á meðferð dánarbúa og erfðarétti. Sjá meðfylgjandi Powerpoint kynningu.
10.2.2017 | 08:30
Jólaspek.
Hvernig nær maður af sér 5 kílóum af jólaspiki án mikillar fyrirhafnar?
9.2.2017 | 20:51
Fortitute
Var að enda við að horfa á 1 þátt í annarri þáttaröð Fortitude. Söguþráðurinn í þessum þáttum er með ólíkindum. Þarna er fullt af fólki búsett á hjara veraldar og ekki nokkur leið að sjá að það hafi nokkra einustu ástæðu til að hýrast þarna en samt hangir það á staðnum þó hann fyllist af líkum og svefngenglum sem éta allt sem hreyfist. Ég er þokkalega ánægður að búa á Seyðisfirði en hræddur er ég um að ég myndi verða fljótur að pakka saman og koma mér í burtu ef nágrannar mínir í Miðtúninu tækju upp á því að éta hverjir aðra. Þetta er verra en Twin Peaks hérna forðum. Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvað dregur fólk til að framleiða svona vitleysu. Get ekki beðið eftir að horfa á næsta þátt sem sýndur verður núna eftir fréttir svo ég geti haldið áfram að hneykslast á vitleysunni. :)
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2016 | 09:53
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016 er hafin á skrifstofum embættis Sýslumannsins á Austurlandi.
18.4.2016 | 13:54
Vetrarauki.
Stundum getur verið gott að setja upp bjartsýnisgleraugun. Ég kom úr hádegismat til vinnu um eitt leytið og þar voru nokkrir kunnuglegir Seyðfirðingar að biða afgreiðslu gjaldkera Landsbankans. Fyrstan sá ég Richard sem orðinn er Seyðfirðingur þó engan hafi ríkisborgararéttinn nema þá helst frá USA. Ég ávarpaði hann á enska tungu og spurði hvernig hann hefði það og kvaðst hann hafa það gott. Ekkert tók ég eftir Davíð hótelstjóra sem sat í biðkróknum en er ég varð hans var spurði ég hvort ekki væru allir ánægðir með veðrið. Hann hugsaði sig örstutt um en sagði svo: " Það eru forréttindi að fá alltaf öðru hvoru sumar." Þetta ætla ég að hafa í huga næst þegar hann skellur á með norðan hreti daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Ágætis lífsspeki það.
12.1.2016 | 15:54
Daginn tekur að lengja og Þorrablót framundan.
Jæja góðir hálsar (þið sem á annað borð lesið þetta). Þá er daginn tekið að lengja aftur og framundan eru skemmtilegir tímar. Þorrinn gengur von bráðar í garð með skemmtunum og tilheyrandi áti. Kætast þá vambir landans. Stríðsmálaðir sviðakjammar verða á boðstólum og borð svigna undan kræsingum líkt og gengur og gerist hjá höfðingjum þjóðar vorrar. Búast má við hörðum skotum frá nefndarmönnum Þorra víkings enda af nógu að taka nú þegar Bankasýslan tekur sér bólfestu í landshlutanum.
Ég breyti svo leturstærðinni hérna á síðunni til að sjá textan og ef einhverjir vinir mínir lesa þetta þá mega þeir vita að það er ekki síður fyrir þá gert enda flesum farin að förlast sýn.:)
Hvað sem því líður þá fer líka EM að byrja og verður nóg að gera að fylgjast með handboltanum á næstunni. Meira síðar um ekkert.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2016 | 15:14
Nýtt ár byrjar með tölvuleiðindum.
Árið 2016 er gengið í garð. Við þóttumst lifa á tölvuöld hinum megin við aldamótin síðustu. Samt erum við ekki komin lengra en svo í tövluþróuninni að þegar einn lásý ráder gefur sig vegna rafmagnssveiflna dettur allt heila klabbið út. Ég væri ekki að bölsótast þetta nema vegna þess að ég fæ við það útrás. Nútíminn er þannig úr garði gerður að ef ekki er tölvusamband þá er ekkert samband. Við erum símasambandslaus, tölvupóstur virkar ekki og ekki er hægt að vafra á netinu. Vonandi kemst þetta í lag hið fyrsta. Það er hálf undarlegt eftir sem áður að það skuli taka 2.5 virka vinnudaga að finna út úr smávægilegri bilun sem sennilegast stafar af yfirbrunnum ráder að ekki sé nú talað um alla aðilana sem hafa þarf samband við og í flestum tilvikum bera enga ábyrgð á ástandinu þó svo að þeir þiggi digrar greiðslur fyrir þjónustuna sem svo reynist oft minni en engin. Jæja þá er ég búinn að blása úr mér og vona að þetta komist nú allt saman í lag áður en dagurinn er á enda.
Ykkar einlægur,
Tölvu Tóti.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2015 | 11:21
Kynning á erfða og skiptareglum.
Set hér inn til fróðleiks og gamans samantekt á Powerpoint um erfða og skiptarétt en hvotvetna þess es missagt es í fræðum þessum skal hafa hitt es sannara reynisk.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2015 | 08:33
Nöldur
Gamla málfarslögreglan vaknaði í gær. Tveir piltar voru að skiptast á tölvuskeytum á veraldarvefnum og vildi annar selja hinum reiðhjól og vélsög. Ég vil kaupa sagði sá fyrri. "Bæði": sagði þá hinn. Hvað varð um hvoru tveggja?
Auglýsing í einum ljósvakamiðlinum: Keyptu miðan hjá okkur í stað kauptu miðan hjá okkur.
Fyrirsæta slasaðist við gerð skíðaauglýsingar. Í frétt á MBL.is sagði að hún myndi "ekki ná sér líkamlega né andlega". Hvert fór hvorki né? Skv. nýlegu málfari ungs fólks mun hún hafa slasast á "nénu".
Mál að linni.
kv.
LB
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2015 | 12:26
ESB
Nú fara menn mikinn og tala um atlögu að þingræðinu af því utanríkisráðherra sagði keisaranum að hann væri á naríunum. Þing er vitanlega þing og hefur sín völd sem það sækir til fólksins í landinu. Þegar hið háa Alþingi tók ákvörðun um að gerast umsóknaraðili að ESB í því skyni að fá að skyggnast í pakkann eins og það var nefnt var þjóðin að miklum meiri hluta á móti inngöngu í sambandið. Hún er það ennþá. Margir vilja fá að kjósa og sumir jafnvel bara til að segja nei. Hvað er það? Er ekki viðræðum lokið? Var ekki pakkinn tómur? Blasti það ekki alltaf við?
Hugleiðing á sunnudagsmorgni.