Lárus Bjarnason
Ég er fæddur í Reykjavík upp úr miðri síðustu öld sonur hjónanna Bjarna Þorgeirs Bjarnasonar, gullsmíðameistara og Svövu Jónsdóttur, húsmóður. Fjölskylda mín bjó í þriggja hæða bárujárnshúsi að Bergstaðastræti 17 í 3 herbergja íbúð sem áttu afi minn Jón Halldór Gíslason, múrarameistari og kona hans Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir.Þau voru móðurforeldrar mínir. Föðuramma mín Ragnhildur Jónsdóttir, húsmóðir, bjó þá að Grettisgötu 81, í Reykjavík, ekkja eftir afa minn Bjarna Einarsson, gullsmíðameistara, sem lengst af starfaði hjá Rafveitunni í Reykjavík. Við fluttum í Auðbrekku 23, Kópavogi, árið 1960. Hefi þess utan búið í Hnífsdal, á Ísafirði, í Hafnarfirði og á Seyðisfirði.