Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Rakst á grein í BT sem vekur athygli.

Merkileg grein í BT með hliðsjón af fyrirhuguðum breytingum á innheimtu opinberra gjalda á Íslandi, en til stendur að flytja innheimtuna frá Tollsjóra til Ríkisskattstjóra. 

https://www.berlingske.dk/politik/efter-skandale-paa-skandale-regeringen-lukker-skat-naeste-aar


Grunnþjónusta ríkisins.

Sá merkilega grein í Morgunblaðinu um daginn þar sem fjallað var um grunnþjónustu og skyldur ríkisins við þegnana. Þar var skýrt fram sett það sem margir hugsa en færri hafa orðað, að ríkið hefur ákveðnum grunnskyldum að gegna og að forgangsraða þurfi þannig að þeim skyldum sé fullnægt fyrst og síðast. Vitanlega geta verið uppi áhöld og deilur um það hverjar þessar frumskyldur séu. Flestir geta þó verið sammála um að ríki þarf að halda uppi lögum og reglu. Þannig var a.m.k. lögð á það mikil áhersla þegar ég var að alast upp sem gerðist við kristnitökuna á þingvöllum árið 1000, að ef við slitum sundur lögin þá slitum við og friðinn. Réttaröryggi er því ein af frumgreinum ríkisvaldsins og án þess verður tæplega nokkurt ríki. Skýtur þá nokkuð skökku við þegar fjármunir eru takmarkaðir ef þeim er ekki varið til þess að efla þætti sem allir geta verið sammála um að séu brýnastir. Aðrar frumskyldur er við heilsu almennings. Þarf að sjá til þess að fólk eigi ávalt völ á sem bestri og tryggastri heilsugæslu. Fæðuöryggis þarf að gæta og svo mætti lengi telja. Á hinn bógin eru þættir sem ekki eru eins nauðsynlegir sem ríkið rembist við að halda úti. Mætti þar nefna hluti eins og alls konar nefndarstörf. Eftirlitsiðnaðurinn tekur til sín gífurlegt fjármagn og sama má segja um utanríkisþjónustuna sem mætti að skaðlausu draga verulega saman.

Fagnaðarefni? Hver er lánsþörfin? Hvaða hag höfum við af ESB?

Loksins sýna gagnaðilar okkar í Icesave-deilunni sitt rétta andlit. Það er ekki hægt að sækja okkur fyrir dómi vegna þess að málið myndi einfaldlega tapast. Íslenska ríkið ber enga ábyrgð á á innlánsreikningum í Bretlandi og Holllandi. Þá er beitt gamla nýlenduofbeldinu og reynt að hafa áhrif á afkomu þjóðarinnar eftir öðrum leiðum. Það er fagnaðarefni ef ekki verður hægt að lauma okkur inn í ESB vegna andstöðu Breta og Holllendinga. Mér finnst vanta upplýsingar um það hver lánsþörf íslenska ríkisins er og þar með hvort "aðstoð" AGS sé nauðsynleg. Loks liggur ekkert fyrir um það hvaða hag Íslendingar myndu hafa af inngöngu í ESB og hver fórnarkostnaðurinn kæmi til með að verða. Lán getur verið ólán. Allt eru þetta gamlar lummur og óþarfi að skrifa um þetta en ég gat bara ekki á mér setið.


mbl.is Hyggjast beita sér gegn samvinnunni við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutningsþjónusta leggst af á Seyðisfirði.

Eimskip og Samskip hafa lokað afgreiðslum sínum á Seyðisfirði. Íslandspóstur ohf. mun loka pósthúsinu á Seyðisfirði og flytja starfsemi sína í Landsbankann ef áform ganga eftir. Bæjarbúar hafa leitað svara við því hvernig fari með stærri sendingar og hafa svör verið á þann veg að stærri pakkar verði keyrðir beint heim til viðskiptavina Íslandspósts. Ég velti af þessu tilefni fyrir mér jafnræði þegna þessa lands og vísa til laga um póstþjónustu nr. 19/2002. Sömuleiðis velti ég fyrir mér hvernig þetta samræmist reglugerð nr. 364/2003 um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu. Ýmis ákvæðí í lögunum og reglugerðinni eru sett til að tryggja lámarksþjónustu og öryggi í tengslum við póstþjónustu. Segir m.a. um markmið laga um póstþjónustu að það sé að tryggja hagkvæma og virka póstþjónustu um land allt og að allir landsmenn hafi aðgang að ákveðnum þáttum póstþjónustu. Við Seyðfirðingar verðum að halda vöku okkar og gæta þess að þjónusta við okkur og þá sem hér þurfa á póstþjónustu að halda fari ekki niður fyrir þær lágmarkskröfur sem gera verður til slíkrar þjónustu lögum samkvæmt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband