Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Vetrarauki.

Stundum getur verið gott að setja upp bjartsýnisgleraugun. Ég kom úr hádegismat til vinnu um eitt leytið og þar voru nokkrir kunnuglegir Seyðfirðingar að biða afgreiðslu gjaldkera Landsbankans. Fyrstan sá ég Richard sem orðinn er Seyðfirðingur þó engan hafi ríkisborgararéttinn nema þá helst frá USA. Ég ávarpaði hann á enska tungu og spurði hvernig hann hefði það og kvaðst hann hafa það gott. Ekkert tók ég eftir Davíð hótelstjóra sem sat í biðkróknum en er ég varð hans var spurði ég hvort ekki væru allir ánægðir með veðrið. Hann hugsaði sig örstutt um en sagði svo: " Það eru forréttindi að fá alltaf öðru hvoru sumar." Þetta ætla ég að hafa í huga næst þegar hann skellur á með norðan hreti daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Ágætis lífsspeki það. 


Kynning á erfða og skiptareglum.

Set hér inn til fróðleiks og gamans samantekt á Powerpoint um erfða og skiptarétt en hvotvetna þess es missagt es í fræðum þessum skal hafa hitt es sannara reynisk. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband