Færsluflokkur: Löggæsla
18.3.2012 | 14:00
Fundur um öryggismál (viðbragðsáætlun) í Végarði 13. mars 2012
Þriðjudaginn 13. mars 2012 var kynnt ný viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs stíflurofs Hraunaveitu í Végarði í Fljótsdalshreppi. Boðað hafði verið til fundarins af hálfu lögregluyfirvalda til að kynna íbúum hreppsins rýmingaráætlun og áætlun um aðgerðir ef til þess kæmi að stífur gæfu sig. Líkur á slíku er taldar litlar en áætlun er eins og alltaf miðuð við verstu aðstæður til að gæta fyllsta öryggis. Fundurinn fór hið besta fram og var haldin boðunaræfing í kjöfarið daginn eftir. Eftir er að vinna úr upplýsingum um niðurstöðu boðunarprófunar og verður þegar bætt úr framkomnum annmörkum. Myndir frá fundinum eru í myndaalbúmi hér á síðunni.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)