Færsluflokkur: Lífstíll

Gamlársdagur.

Þá er enn eitt árið að hverfa í aldanna skaut eins og þar stendur. Árið hefur verið viðburðaríkt fyrir undirritaðan og fjölskyldu. Tvö barnabörn bættust í fjölskylduna á árinu. Til merkis um tímans þunga nið er annað þeirra farið að ganga fyrir þó nokkru síðan og bæði farin að tala (Stígur segir Edda og Edda sýnir tákn með tali). Við hjónin fórum til USA og Kanada í sumar á slóðir vesturfara í góðum hópi kennara Seyðisfjarðar- og Brúarásskóla. Skemmtileg og fræðandi ferð. Gamla hefur verið dugleg í leikfimi en gamli slegið slöku við í ræktinni. Það stendur þó til bóta á nýju ári og hefst með ársfjórðungslegri kröfugöngu yfir Fjarðarheiði. Áramótaheitið verður því svipað og undanfarin 50 ár að koma sér í gott form á árinu. Ekki óalgengt áramótaheit það. Vonandi hefst það loksins. Óska öllum árs og friðar með kveðjum frá Seyðisfirði.  

Öldungablak

Þessa helgina fer fram öldungablak hér á Seyðisfirði. Nokkrir þessara "öldunga" hafa verð að stjákla í Samkaupum (Kaupfélagið okkar hérna á Seyðisfirði sem hefur höfuðstöðvar á Góðrarvonar Höfða á Reykjanestá). Þarna í Kaupfélaginu var Hjálmar vinur minn Níelsson sem er sporðdreki og fæddur 15. nóvember 1930 eða svo. Hann leit á ungpíurnar úr "öldungaliðinu", sneri sér að mér og sagði með velþóknun: " Ef þetta eru öldungar, hvað erum við þá?"

Síðar mun væntanlega fást skýring á þessu og grunar undirritaðan að þetta sé fremur "Öl-dunkamót." 


Ferðalög í fjalllendi. Mat á snjóflóðahættu.

Meðfylgjandi er Powerpoint-kynning með mati á snjóflóðahættu í fjalllendi. Um er að ræða upplýsingar sem undirritaður hefur tekið saman héðan og þaðan úr ýmsum ritum og fræðibókum og getur reynst gagnlegt að huga að áður en haldið er fótgangandi til fjalla. Sömuleiðis nýtist þetta hugsanlega skíðamönnum.

 Tók út skjalið mat á snjóflóðahættu í fjalllendi vegna stærðar þess. Ef áhugi er á að fá skjalið á rafrænuformi hafið samband á larusbjarna@simnet.is. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband