Færsluflokkur: Matur og drykkur

Daginn tekur að lengja og Þorrablót framundan.

Jæja góðir hálsar (þið sem á annað borð lesið þetta). Þá er daginn tekið að lengja aftur og framundan eru skemmtilegir tímar. Þorrinn gengur von bráðar í garð með skemmtunum og tilheyrandi áti. Kætast þá vambir landans. Stríðsmálaðir sviðakjammar verða á boðstólum og borð svigna undan kræsingum líkt og gengur og gerist hjá höfðingjum þjóðar vorrar. Búast má við hörðum skotum frá nefndarmönnum Þorra víkings enda af nógu að taka nú þegar Bankasýslan tekur sér bólfestu í landshlutanum.

Ég breyti svo leturstærðinni hérna á síðunni til að sjá textan og ef einhverjir vinir mínir lesa þetta þá mega þeir vita að það er ekki síður fyrir þá gert enda flesum farin að förlast sýn.:)

Hvað sem því líður þá fer líka EM að byrja og verður nóg að gera að fylgjast með handboltanum á næstunni. Meira síðar um ekkert.  


Blót og flugstopp.

Blótið fór hið besta fram eins og ég spáði. Hvílíkur lúxus að geta staðið upp án þess að þurfa að gera um það 20 síðna löggerning við manninn í stólnum fyrir aftan. Þá gengur meltingin öll miklu betur þegar pláss er til að kyngja. Einhverjir munu ekki hafa komist heim til sín á réttum tíma eftir blótið og stafaði það einkum og sér í lagi af því að ekki var flogið svo undarlega sem það kann að hljóma. Í grófri samantekt: Gott blót.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband