Færsluflokkur: Sjónvarp

Fortitute

Var að enda við að horfa á 1 þátt í annarri þáttaröð Fortitude. Söguþráðurinn í þessum þáttum er með ólíkindum. Þarna er fullt af fólki búsett á hjara veraldar og ekki nokkur leið að sjá að það hafi nokkra einustu ástæðu til að hýrast þarna en samt hangir það á staðnum þó hann fyllist af líkum og svefngenglum sem éta allt sem hreyfist. Ég er þokkalega ánægður að búa á Seyðisfirði en hræddur er ég um að ég myndi verða fljótur að pakka saman og koma mér í burtu ef nágrannar mínir í Miðtúninu tækju upp á því að éta hverjir aðra. Þetta er verra en Twin Peaks hérna forðum. Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvað dregur fólk til að framleiða svona vitleysu. Get ekki beðið eftir að horfa á næsta þátt sem sýndur verður núna eftir fréttir svo ég geti haldið áfram að hneykslast á vitleysunni. :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband