Ræktin, matarráðleggingar og sannleikurinn um samspil næringar og hreyfingar.

Nú byrjar ballið. Á Trýnu má sjá allra handa ráðleggingar um það hvað megi borða á milli mála til að halda línunum í lagi. Málið er einfalt: Ekki borða á milli mála. Borðið lítið sem ekkert. Hættið að hugsa endalaust um mat. Ekki horfa á matreiðsluþætti. Ekki framleiða fleiri matreiðsluþætti fyrir sjónvarp. Þeir eru ekki sjónvarpsefni. Ekki skrifa fleiri matreiðslubækur. Þær eru allar komnar út. Látið okkur bara í friði með mataráráttuna. Farið út að labba ef þið viljið léttast eða stundið einhverja hreyfingu. Ekki skrifa mikið um það hverning þið hreyfið ykkur. Við lærum flest að ganga um eða í kring um eins árs aldurinn. Farið í sund eða í ræktina. Ekki segja okkur hinum frá því hvað þið gerið í ræktinni eða hvað þið syndið marga km. Þið megið alveg vera ánægð með árangurinn og endilega látið vita. Ekki samt í smáatriðum. Reynið svo að halda þetta út lengur en til 15. janúar. Það væri ágætis tilbreyting. Endilega hættið að reykja. Reykingar eru heilsuspillandi fyrir ykkur og alla hina. Menga líka. Input/output það er málið. Ekki samt telja kaloríur. Það er leiðinlegt. Ef þið viljið frekari ráðleggingar ekki hringja í 896-....... Ég verð á fjöllum.

Bloggfærslur 3. janúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband