11.3.2010 | 15:17
Fagnaðarefni? Hver er lánsþörfin? Hvaða hag höfum við af ESB?
Loksins sýna gagnaðilar okkar í Icesave-deilunni sitt rétta andlit. Það er ekki hægt að sækja okkur fyrir dómi vegna þess að málið myndi einfaldlega tapast. Íslenska ríkið ber enga ábyrgð á á innlánsreikningum í Bretlandi og Holllandi. Þá er beitt gamla nýlenduofbeldinu og reynt að hafa áhrif á afkomu þjóðarinnar eftir öðrum leiðum. Það er fagnaðarefni ef ekki verður hægt að lauma okkur inn í ESB vegna andstöðu Breta og Holllendinga. Mér finnst vanta upplýsingar um það hver lánsþörf íslenska ríkisins er og þar með hvort "aðstoð" AGS sé nauðsynleg. Loks liggur ekkert fyrir um það hvaða hag Íslendingar myndu hafa af inngöngu í ESB og hver fórnarkostnaðurinn kæmi til með að verða. Lán getur verið ólán. Allt eru þetta gamlar lummur og óþarfi að skrifa um þetta en ég gat bara ekki á mér setið.
![]() |
Hyggjast beita sér gegn samvinnunni við AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.