Gengið fyrir göngum.

Sjötta ganga "Göngum göngum hópsins" var gengin í morgun laugardaginn 3. apríl 2010. Lagt var upp frá Herðubreið kl.10.00. Þar voru mættir 7 hraustir göngugarpar, en veður hafði verið heldur hryssingslegt kl.08.00 þegar venjulegt fólk fór á fætur og enn verra þegar ýmsir aðrir vöknuðu fyrst kl.05 og síðan kl.07 og nefnum við engin nöfn í því sambandi. En aftur að göngunni. Sjö manns lögðu galvaskir af stað frá Herðubreið og var einn göngugarpurinn í gifsi á hægra fæti og hafði haganlega komið fyrir ullarsokk utan yfir gifsið til að forðast hálkuslys. Tveir göngumenn höfðu áttað sig á vindáttinni og látið keyra sig upp að skíðaskál í Stafdal. Þessir tveir voru til viðbótar þeim 7 sem örkuðu frá Herðubreið. Tíundi gögnugarpurinn bættist síðan i hópinn rétt ofan Réttar. Var því að þessu sinni bæði um uppgang og nðurgang að ræða. Við sem stunduðum uppgöngu mættum þeim sem voru í niðurgangi við Gufufoss en þeir okkur aftur á svipuðum slóðum örlítið neðar. Ýmis met voru slegin í göngu þessari og setti undirritaður t.a.m. persónulegt hraðamet í uppgögnu að skíðaskála miðað við færð og aðstæður allar og kom í mark á tímanum 1.5 klst eða þar um bil enda mælingar mjög ónákvæmar. Töluverð hálka var og töldu þeir sem gengu uppeftir ráðlegt að láta keyra sig niður. Einn fór þó fótgangandi áleiðis og átti von á frúnni að sækja sig. Sá skilaði sér heill til byggða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband