23.5.2010 | 15:28
Sumarið er komið.
Loksins er þá sumarið komið hingað austur. Fór í morgun inn á Hagavöll og tók nokkur æfingahögg. Völlurinn er orðinn grænn og flottur. Smá bleyta var í mosanum á æfingasvæðinu en það er að síga hratt úr honum núna í sólinni og blíðunni. Nu er bara að hysja upp um sig buxurnar og mæta inn á völl á hverjum degi á meðan veður er svona frábært. Datt í hug að henda þessu hérna inn til að þeir örfáu sem líta á þetta blogg mitt haldi ekki að ég sé kominn með þráhyggju fyrir jarðgöngum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.