18.6.2010 | 17:06
Gengistrygging lána dæmd ólögmæt. Hvert verður framhaldið?
Undirritaður sendi sínum ágæta viðskiptabanka fyrir margt löngu bréf og krafðist þess að höfuðstóll bílaláns yrði endurreiknaður með vísan til 13. og 14. gr. laga um verðtryggingu lána. Svar kom frá lögfræðideild bankans með mikilli umvöndun. Ég skyldi nú bíða rólegur og sjá hver niðurstaða Hæstaréttar yrði í málum af sama toga og mitt. Þetta væri nú að mér var látið skiljast tómt píp í mér að lánin væru kólólögleg að mestu leyti. Nú er komið í ljós að þessi mín meining var rétt að mestu leyti þ.e. að vertrygging á lánum má engan veginn vera háð öðru en ákvörðunum Seðlabanka Íslands þar um og hana nú. En þá er komið babb í bátinn. Í millitíðinni notfærði ég mér eins og svo margir aðrir möguleikan á að breyta mínu ágæta láni í íslenskar krónur með vaxtaákvörðun Seðlabanka og lækkaði þar með höfuðstól lánsins að nokkru. Reynir nú á það hvort loforð sem birt voru á heimasíðu míns ágæta banka (og greiðslur mínar með margvíslegum fyrirvörum af láninu) um að ég myndi eftir sem áður njóta réttar míns á grundvelli dómsniðurstöðu HR standist. Alveg treysti ég mínum ágæta viðskiptabanka miðað við fyrri framkomu til að svíkja þetta léttvæga loforð. Nú er að bíða og sjá til hvernig fer við næstu afborgun en ég held að ég hafi misst eina afborgun í lúkurnar á mínum ágæta viðskiptabanka núna um miðjan mánuðinn. Bendi ég þeim sem reka hér inn nefið á að þeir eiga væntanlega skaðabótakröfu á lánveitanda hafi þeir verið látnir ofborga af svokölluðum myntkörfulánum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.