Með lögum....

Einhverju sinni þegar enn var eitthvað sem hét nætursala var sjoppa upp við Geitháls. Seinna frétti ég að merkismaðurinn Eyþór Þórisson hefði rekið þessa greiðasölu. Það er allt önnur ella og kemur sögu þessari ekki við. Við Skari heitinn vinur minn vorum á rúntinum á Skoda Oktavía, sem pabbi hans hafði fundið handa honum og sprautað og gert eins og nýjann. Rúntuðum við um kvöldið og fórum inn á Hallærisplan og kíktum á píur eins og þá var alsiða. Þegar liða tók á nóttina ákváðum við að fara upp að Geithálsi og fá okkur eitthvað í svanginn. Eyþór hefur eflaust haft svið á boðstólum þó að ég geti ekki sagt að ég muni það fyrir víst. Þegar við höfðum satt sárasta hungrið og slökkt þorstann fórum við út og komum okkur fyrir í Skódelakkinum. Lýsing var ekki allt of góð á planinu fyrir utan "veitingastaðinn", en tjörubornir ljósastaurar á stangli. Sem við erum að aka út afleggjarann frá Geithálsi sjáum við bílljós nálgast í nokkurri fjarlægð. Óskar ákveður að fara í spyrnu við hina aðvífandi bifreið og stendur Skódann í botn, en ég er á útkíkkinu. Hinn bíllinn sem var á ferðinni dró mjög á okkur til að byrja með en síðan jafnaðist leikurinn nokkuð fyrst um sinn. Óskar stóð pinnann í botni og náði 100 km hraða og enn jókst hraðinn og bilið óx á milli bifreiðanna. Eftir litla stund jók þó hin bifreiðin hraðan og dró mjög á okkur. Óskari stóð ekki á sama og spurði mig hvaða tegund af bifreið þetta væri eiginlega sem hefði þessa einstöku aksturseiginleika. Ég mændi út í sortann og sá ekki vel hvaða kaggi þarna var á ferðinni fyrr en hann renndi upp að hliðinni á okkur og þá kom svarið: ..eigi veit ég það svo gjörla en hitt veit ég að á hlið hans stendur skýrum stöfum - með lögum skal land byggja. Í því fóru sírenur í gang og upphófst ljósagangur mikill og hægðist við það mjög ferð okkar. InLove

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband