23.9.2010 | 18:35
Kiljan og sígarettur í lausu.
Kiljan hefur verið á rölti um Þingholtin í síðustu þáttum. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir mér að á árabilinu 1954-1960 þegar ég átti heima að Bergstaðastræti 17 var ég sendur í búð sem var svo sem eins og einni götu neðar en Bergstaðastrætið. Leiðbeiningarnar sem ég fékk (5 ára gamall) voru þær að ég ætti að fara út og labba yfir bílastæðið í átt að Bernhöftsbakaríi og niður þá götu alveg niður á horn þá sæi ég búðina. Mér voru fengnir peningar og sagt að ég ætti að fá 2 lítra af mjólk á mjólkurbrúsann og 3 sígarettur í lausu. Ég þuldi þetta fyrir mér á leiðinni minnugur sögunnar um axlabönd handa Óla/borð og fjóra stóla. Þetta gekk vandræðalítið fyrir sig og þegar ég kom í búðina bað ég um 2 lítra af mjólk og 3 sígarettur í lausu lofti. Spurning hvenær farið verður að selja sígarettur aftur í lausu eins og verðlagið er orðið.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.