5.1.2011 | 09:07
Fyrirhuguð göngum göngum ganga fyrir jarðgöngum undir Fjarðarheiði
Líklegt er að næstkomandi laugardagur 8. janúar 2011 verði tekinn undir Göngum Göngum Göngu. Tæplega verður gengið alla leið yfir heiðina vegna færðar og ástands á veginum. Hefur skapast sú hefði við þær aðstæður að lagt hefur verið upp frá Herðubreið og gengið sem leið liggur upp í skíðaskálann í Stafdal. Ýmist hafa göngumenn síðan þegið bílfar eða gengið til baka. Þetta er nokkuð stíf ganga og tekur vel á jólasteikinni. Skorað er á sem flesta að mæta í gönguna og ekki síður að koma á framfæri á einn eða annan hátt nauðsyn þess að lögð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að koma Seyðisfirði í almennilegt vegasamband við umheiminn.
Þjóðvegur eitt til og frá Evrópu liggur um Seyðisfjörð. Fjarðarheiðin er verulegur þrándur í götu þeirra sem vilja eiga eðlileg samskipti við frænd- og vinaþjóðir okkar austan Atlandsála. Miklir flutningar fara um Seyðisfjarðarhöfn til og frá landinu. Það er því fyrsta vers til að auðvelda inn og útflutning um höfnina að koma á almennilegu vegasambandi. Mörg og mikilvæg rök hníga að þessari framkvæmd. Nægir þar til viðbótar að nefna að Farðarheiði hefur um aldir verið hinn vesti farartálmi og margir orðið þar úti á erfiðum vetrarferðum. Þá eru ótalin öll alvarleg bílslys sem þar hafa orðið og hafa leitt til heilsutjóns, örkumla og jafnvel dregið menn til dauða. Málið er því grafalvarlegt og víður vegur frá því að ástandið geti talist ásættanlegt þó áratugur sé nú liðnn af 21. öldinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.