8.1.2011 | 14:00
Göngum göngum ganga 8. janúar 2011
Þá er lokið Göngum göngum göngu 2011. Gangan var fremur fámenn að þessu sinni. Mun það aðallega hafa stafað af því hversu vond færð hefur verið undanfarna daga á heiðinni (ófært raunar í 3 daga samfellt). Einnig hefur veður verið leiðinlegt með stormi og mikilli NA-átt.
Besta veður var til göngu upp að skíðaskála í Stafdal en rok og skafrenningur á háheiðinni og var því valið að ganga upp í skála og ljúka göngu að þessu sinni þar. Snjóþekja var á veginum en lúmsk hálka og tók gangan u.þ.b. tvær klukkustundir að þessu sinni.
Gangan vakti athygli nú þar sem RÚV hafði veður af henni og tengdi fréttum af færð almennt á landinu.
Besta veður var til göngu upp að skíðaskála í Stafdal en rok og skafrenningur á háheiðinni og var því valið að ganga upp í skála og ljúka göngu að þessu sinni þar. Snjóþekja var á veginum en lúmsk hálka og tók gangan u.þ.b. tvær klukkustundir að þessu sinni.
Gangan vakti athygli nú þar sem RÚV hafði veður af henni og tengdi fréttum af færð almennt á landinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.