14.1.2011 | 20:05
Af Fjarðarheið á fyrri öldum. Úrdráttur úr lengri frásögn af ferð yfir Fjarðarheiði 1894.
Héraðsmenn versluðu nær eingöngu við Seyðisfjörð áður fyrr. Þó var oft erfitt yfirferðar yfir Fjarðarheiði og leið varla sá vetur að ekki yrði einhver úti á Fjarðarheiði. Árið 1894 var Pétur Pétursson, vinnumaður hjá Jóni föður Þorsteins. Var hann sendur að vetrarlagi til Seyðisfjarðar til að selja rjúpur og var samferða manni að nafni Steindór. Þegar þeir ætluðu að fara aftur frá Seyðisfirði niður í Hérað skall á bylur. Ákváðu þeir þá að snúa við niður í Seyðisfjörð og fengu þar gistingu að Fjarðarseli. Voru þeir veðurteftir þar í tvær vikur. Þegar þeir héldu síðan heim ásamt tveimur öðrum mönnum lentu þeir í miklum hrakningum og þurftu þeir að grafa sig í fönn. Komust þeir loks til byggða eftir þriggja vikna brottför en einn maðurinn varð úti og fannst þegar ísa leysti undir Eyvindarárbrúnni.
Athugasemdir
Skemmtileg lesning.
Sigurður Þorsteinsson, 14.1.2011 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.