25.2.2012 | 14:44
Ævintýri á Fjarðarheiði.
Fór um Fjarðarheiði 23. febrúar 2012. Lítilsháttar sjónfjúk og dró í skafla. Að vanda var Vegagerðin sein á ferð og þar sem höft höfðu myndast í efri-staf voru þar bílar í vandræðum. Þessu hefði mátt afstýra með því að Vegagerðin hefði fylgst með og verið aðeins fyrr á ferðinni. Fyrir vikið voru nokkrir bílar orðnir fastir þarna í haftinu sem venjulega myndast neðan við það sem áður var kallað sprengibrekka. Þurfti plógurinn að hafa fyrir því m.a. að draga minn bíl upp og hreinsa í kring um hina. Þetta hefði mátt koma í veg fyrir með örlítið meiri fyrirhyggju. Enn eitt dæmið um lélega þjónustu af hálfu Vegagarðarinnar á Fjarðarheiði. Sonur minn lenti síðan í svipuðu þann 24.febrúar á leið heim frá Egilsstöðum. Upplýsingar um hálku á vegi frá Vegagerð en þar var djúpur snjór og nánast ófært venjulegum bílum á stórum köflum. Þegar hann hringdi til þess bæði að fá nánari upplýsingar og láta vita af þessu ástandi fékk hann bara ónot á móti. Þetta er það sem við búum við. Eflaust kemur röksemdin: "Afhverju flyturðu ekki bara annað?" Það er að mínu viti ekki málið. Ef á að halda landinu í byggð þarf að bregðast við þessu ástandi. Ef ekki þarf að taka um það upplýsta ákvörðun sem felst í þvi að upplýsa okkur sem við þetta búum um hvað standi til að gera varðandi byggðamál. Ef stefnan er að leggja landið í auðn þarf það að koma upp á yfirborðið. Það væri öllum greiði gerður með því að koma hreinskiptið fram í þessum efnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.