24.10.2012 | 09:45
Seyðfirðingar fagna þingsályktunartillögu um undirbúning Fjarðarheiðarganga. Þverpóitísk samstaða um málið.
Fram er komin á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að fela innanríkisráðherra að hefja undirbúning að gerð Seyðisfjarðarganga (áður Fjarðarheiðargöng). Athygli vekur að tillagan er lögð fram af sex þingmönnum úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Alþingi getur enn fundið mál til að sameinast um og er það fagnaðarefni í sjálfu sér. Við Seyðfirðingar höfum lengi beðið eftir ákvörðunum um göng undir Fjarðarheiði til Héraðs. Vonandi næst eining um þetta þjóðþrifamál á Alþingi Íslendinga.
![]() |
Vilja undirbúa Seyðisfjarðargöng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.