Gamlársdagur.

Þá er enn eitt árið að hverfa í aldanna skaut eins og þar stendur. Árið hefur verið viðburðaríkt fyrir undirritaðan og fjölskyldu. Tvö barnabörn bættust í fjölskylduna á árinu. Til merkis um tímans þunga nið er annað þeirra farið að ganga fyrir þó nokkru síðan og bæði farin að tala (Stígur segir Edda og Edda sýnir tákn með tali). Við hjónin fórum til USA og Kanada í sumar á slóðir vesturfara í góðum hópi kennara Seyðisfjarðar- og Brúarásskóla. Skemmtileg og fræðandi ferð. Gamla hefur verið dugleg í leikfimi en gamli slegið slöku við í ræktinni. Það stendur þó til bóta á nýju ári og hefst með ársfjórðungslegri kröfugöngu yfir Fjarðarheiði. Áramótaheitið verður því svipað og undanfarin 50 ár að koma sér í gott form á árinu. Ekki óalgengt áramótaheit það. Vonandi hefst það loksins. Óska öllum árs og friðar með kveðjum frá Seyðisfirði.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband