Einhvers staðar þarf að byrja og því skelli ég erindi frá Jóni og Árna hér.

Laugardaginn 6. april verður Göngum Göngum ganga yfir heiðina. Lagt verður af stað frá Herðubreið klukkan 10.00.

Á sunnudaginn var var fundur þar sem gangan var undirbúin og verkefnum skipt niður á undirbúningshópa.

Þið sem fáið þennan póst hafið öll hlutverk í þessu verkefni og það er ekki tilviljun hvernig verkum er skipt. Ykkur er treyst 150% til að leysa ykkar verkefni.

1. Framkvæmdaráð göngunnar: Örvar Jóhannsson, Helgi Haraldsson og Guðni Sigmundsson. Ykkar verkefni er að auglýsa gönguna og kynna hana á facebook, hafa samband við lögreglu, björgunarsveit og útvega fylgdarbíla sé þess þörf.

2. Verkefnastjórn tengslanýliðunar og fjöldaþáttöku: Svava Lárusdóttir, Þorsteinn Arason og Eydís Jóhannsson. VTF sér um að undirbúa aukna þátttöku í göngunni. Það hafa komið fram lauslegar hugmyndir, eins og hvernig getum við gert gönguna að fjölskylduviðburði, hvernig getum við gert krökkum kleift að taka þátt og hvað með þátttöku hjólreiðafólks? Þetta eru dæmi um hugmyndir sem snerta ykkar viðfangsefni.

3. Fjölmiðlar og Kynningarmál. Eva Björk og Jóhanna Gíslad.  FOK fær það verkefni að finna leiðir til að kynna verkefnið í fjölmiðlum. Það þarf að gera með því að hafa samaband við til dæmis Ríkisfjölmiðlana með góðum fyrirvara. Það skiptir öllu að ná inn í fjölmiðla. N4?

4. Allherjarnefnd með listrænu Huginsívafi. Gunnar Sverrisson, Guðjón Már Jónsson og Jóhanna Pálsdóttir. Þessi nefnd sem hér eftir nefnist HLH flokkurinn er skipuð fólki úr íþróttageiranum með listrænan bakgrunn. Það er ekki tilviljun. Henni er ætlað það að finna út úr því hvað við getum gert til að tengja gönguna sögu Hugins?, afmæli Hugins? hvort við hæfi sé að veita verðlaun eða viðurkenningar, með merki Hugins?. Gangan er ekki keppnisgrein, þannig að það getur verið vandmeðfarið mál. Nefndin getur líka gert þetta á listrænan hátt og framkvæmt gjörning sem tengist Huginn eða einkennislit Göngunnar sem er gulur,sbr öryggisvestin sem göngumenn nota gjarnan. HLH flokkurinn mætti gjarnan útvega pensla og gula málningu þannig að við getum stoppað við steininn sem alltaf er verið að mála annað slagið hvort sem er, þannig að göngumenn geti málað hann gulan. Það væri góður Huginsgjörningur. Annars hefur HLH flokkurinn frjálsar hendur og tekur ekki skipunum frá einum né neinum.

5. Hraðskrifandi ritarar almennra pistlaskrifa. Lárus Bjarnason og Ólafía Stefánsdóttir. HRAP hópurinn er beðinn að skrifa um gönguna og samgöngur eða eitthvað annað sem þeim kemur til hugar á sfk eða Austurgluggann eða í aðra fjölmiðla.

6. Tónlistrænu Fallbyssurnar. Ómar Bogason og Einar Bragi Bragason eru sjálfskipaðir ljósmyndarar hópsins, enda hafa þeir verið ötulir á þvú sviði. Einnig er vitað mál að það er aldrei að vita nema Einar Bragi semji eins og eitt stykki tónverk Fjarðarheiði til heiðurs eða göngum göngum fólkinu til dýrðar.  Hann sýndi það að á blótinu að hann getur þetta kallinn, spurning um að fá Gunna Blikk til að leika í göngunni?

7. Alltmúligtreddingar. Þórhallur Jónasson og Sigrún Sigtryggsdóttir eru hér með skipuð altmúligreddarar. Í því felst að ef þau sjá hnökra á framkvæmd eða eitthvað sem sem vantar hafa þau vald til að skipa öðrum að bæta úr því, eða redda því sjálf, sem er reyndar meira þeirra stíll. Gangman stíll.

Með kveðju,

Jón H og Árni El.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband