Grunnþjónusta ríkisins.

Sá merkilega grein í Morgunblaðinu um daginn þar sem fjallað var um grunnþjónustu og skyldur ríkisins við þegnana. Þar var skýrt fram sett það sem margir hugsa en færri hafa orðað, að ríkið hefur ákveðnum grunnskyldum að gegna og að forgangsraða þurfi þannig að þeim skyldum sé fullnægt fyrst og síðast. Vitanlega geta verið uppi áhöld og deilur um það hverjar þessar frumskyldur séu. Flestir geta þó verið sammála um að ríki þarf að halda uppi lögum og reglu. Þannig var a.m.k. lögð á það mikil áhersla þegar ég var að alast upp sem gerðist við kristnitökuna á þingvöllum árið 1000, að ef við slitum sundur lögin þá slitum við og friðinn. Réttaröryggi er því ein af frumgreinum ríkisvaldsins og án þess verður tæplega nokkurt ríki. Skýtur þá nokkuð skökku við þegar fjármunir eru takmarkaðir ef þeim er ekki varið til þess að efla þætti sem allir geta verið sammála um að séu brýnastir. Aðrar frumskyldur er við heilsu almennings. Þarf að sjá til þess að fólk eigi ávalt völ á sem bestri og tryggastri heilsugæslu. Fæðuöryggis þarf að gæta og svo mætti lengi telja. Á hinn bógin eru þættir sem ekki eru eins nauðsynlegir sem ríkið rembist við að halda úti. Mætti þar nefna hluti eins og alls konar nefndarstörf. Eftirlitsiðnaðurinn tekur til sín gífurlegt fjármagn og sama má segja um utanríkisþjónustuna sem mætti að skaðlausu draga verulega saman.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband