17.12.2013 | 08:20
Borgarafundur 16. desember 2013.
Í gær mánudaginn 16. desember kl.17.00 var haldinn opinn bogarafundur í félagsheimilinu Herðubreið (Bíósal) um fjármál kaupstaðarins og samgögumál. Fundarstjóri var Arnbjörg Sveinsdóttir. Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri hafði framsögu um fjármál bæjarins og sýndi fram á viðsnúning í rekstrinum. Að lokinni framsögu voru leyfðar fyrirspurnir og sköpuðust líflegar umræður í kjölfarið. Þá var fjallað um stöðu í gangagerðarmálum. Fram kom m.a. að 30 milljónir hafa fengist á fjárlögum til að hefja tilraunasprengingar til að finna út hvar haganlegast er að hafa gangamunna Fjarðarheiðarganga. Mikil samstaða kom fram um að göng eigi að liggja til Héraðs í fyrstu. Þá var rætt um mögulegt aukið samstarf við önnur sveitarfélög og hugmyndir viðraðar um sameiningar við nágranna sveitarfélög. Sýndist þar sitt hverjum. Fundurinn var í alla staði góður og gagnlegur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.