16.12.2014 | 15:04
Veðurteppi í Kópavogi
Eina ferðina enn er undirritaður veðurtepptur í Kópavogi. Fór til fundar á mánudegi og átti bókað flug í morgun. Hann skall svo á með snjófoki og safrenningi sem tæpast myndi teljast til veðurs á Vestfjörðum eða fyrir Austan en allt er í fári hér á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa "áhlaups". Hér sér vel á milli húsa enda byggð þétt. Að öllu gamni slepptu þá tekur það aðeins á þolinmæðina að hanga svona og bíða eftir flugi. Þá er gott að komast í vinnupóstinn sinn og geta sinnt brýnustu málum í tölvunni og í gegn um síma. Guði sé lof fyrir nútíma tækni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.