18.10.2018 | 10:40
Eitraða barnið.
Var að klára "Eitraða barnið", eftir Guðmund S. Brynjólfsson. Hafði gaman af lestrinum þó að Kolbrún hafi ekki mælt með henni í Kiljunni hjá Agli. Get reyndar fallist á ýmislegt í hennar gagnrýni t.a.m. varaðandi lýsingar á ofbeldisverkum, plott o.fl., en eftir sem áður var þetta fyrir mig athyglisverð lesning og að mörgu leyti skemmtilega saman sett bók. Sérstaklega hafði ég gaman af orðbragðinu hjá pabba gamla þegar hann er að lesa yfir syni sínum fyrir að vera mannvænlegur og bölvaður ónytjungur og fyllibytta allt í senn. Kannski er það vegna þess að ég var þeirrar lukku aðnjótandi að heyra höfundinn lesa þennan kafla bókarinnar í Húsinu á Eyrarbakka, sem setti allt í samhengi í huga mínum sem lesanda. Takk fyrir. Hlakka til framhaldsins en þetta er trílógía og ég bíð spenngtur eftir næstu bók.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.