Fræðslunet Austurlands tekur í notkun fjarfundabúnað á Seyðisfirði.

Í gær föstudaginn 19. janúar var tekinn í notkun fjarfundarbúnaður sem staðsettur er í Seyðisfjarðarskóla. Af því tilefni var boðið til kynningar í gamla skólahúsinu. Haldnar voru ræður og búnaðurinn kynntur. Að því loknu var boðið upp á kaffi og kruðerí. Hérna er á ferðinni mikið framfaraskref í menntamálum okkar Seyðfirðinga. Fjarðarheiði er eins og margir vita mikill farartálmi fyrir þá sem áhuga hafa haft á því að leggja á menntaveginn. Með tilkomu fjarfundabúnaðarins ætti að vera unnt að stunda fjölbreyttara nám í heimabyggð. Ég óska Seyðfirðingum öllum til hamingju með þennan merka áfanga.Cool

Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband