25.1.2008 | 18:43
Þorrablót 2008
Mikið hefur gengið á í kringum þorrablót Seyðfirðinga í ár. Aðsóknin er svo mikil að flytja varð blótið úr gamla íþróttasalnum yfir í þann nýja. Gróa segir að á listum séu 450 blótsgestir og hvað sem um það má segja þá er hitt víst að bærinn er orðinn fullur af aðkomumönnum. Það er því mikill fiðringur í bæjarbúum að fara á blót þar sem bæði má búast við auknum fjölda gesta miðað við undanfarin ár og einnig verður tilbreyting að blóta Þorra í nýjum sal. Má gera ráð fyrir að rýmra verði um gesti en verið hefur. Ég hlakka því til að fara og horfast í augu við íslensku sauðkindina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.