10.2.2008 | 15:49
Sólarkaffi o.fl.
Lítið hefur verið um að vera hérna fyrir austan að undanförnu. Aðallega hefur borið á vondu veðri og flestum samkomum verið aflýst vegna þess. Blankalogn skall á upp úr hádeginu í svo sem þrjú korter, en svo tók að blása aftur. Ekki hefur verið opið á skíðasvæðinu í Stafdal af þessum sökum. Liggur við að farið sé að slá í mannfólkið sem varla kemst út úr húsi. Spáð er að þessu linni með vorinu og verður gaman í maí að fara í göngutúra um bæinn. Lionsmenn ætla að selja Sólarkaffi á föstudaginn kemur. Verða seldir saman tveir pakkar í búnti á kr. 1.500.- Þetta ku vera úrvalskaffi úr tvenns konar baunum sem koma sitt úr hvorri heimsálfunni. Lionsklúbburinn á Seyðisfirði hefur einkaleyfi á framleiðslu Sólarkaffis og er hér um verndað vörumerki að ræða. Vonast klúbburinn til þess að íbúar taki sölumönnum vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.