Afleiðuuppstokkunarveltufjárframleiðnistuðulskennitölframsetningarmáti.

Flaug suður til Reykjavíkur í morgun til að fara á námskeið. Flugið var notalegt fyrir utan smá hristing í flugtaki. Las Moggann á leiðinni og aldrei þessu vant las ég viðskiptablaðið líka. Ég hefi aldrei botnað nokkurn skapaðan hlut í verðbréfamörkuðum eða viðskiptamálfari. En viti menn þarna voru skilgreiningar á helstu hugtökum markaðarins. Nú veit ég allt um veltufjárhlutfall, afleiðusamninga, kaupréttarsamninga og hvað þetta nú allt heitir. Vit mitt á þessu sviði nær til þess að byrja að kaupa hlutabréf daginn áður en þau fara að falla. Gott að ég setti ekki í þetta peninga sem mér þótti vænt um. Helst að setja aura í svona lagað sem maður vildi helst vera án. Jafnvel tapa. Nú er kannski lag að kaupa? Spyr sá sem ekki veit. Ef allir keyptu þá myndu félögin rétta úr kútnum ekki satt? Ég ráðlegg því öllum að kaupa í Landsbankanum, Glitni, KB-banka, Bakkavör, Alfreska, Össuri og Exista svo ég tapi ekki eins miklu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband