27.2.2008 | 12:45
Frá aðstoðarformanni Lionsklúbbs Seyðisfjarðar (Gunnari Sverrissyni).
Örlítið um klúbbinn
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar var stofnaður 1965, félagar í dag eru 24. Klúbburinn hefur styrkt hin ýmsu verkefni í gegnum tíðina, ber þar hæst styrkir til sjúkrahússins á Seyðisfirði í formi tækjakaupa.Fyrsta verkefnið var m.a. kaup á fæðingarrúmi og með síðustu verkefnum voru kaup á ómskoðunartæki. Jafnframt þessu hefur klúbburinn styrkt hin ýmsu málefni í byggðalaginu, ekki síst barna- og unglingastarf. Meðal annarra verkefna má nefna aðstoð við íþróttafélag fatlaðara á staðnum, jólatrésskemmtun barna og nú nýverið bauð klúbburinn upp á blóðsykursmælingar fyrir 40 ára og eldri í samvinnu við Heilbrigðisstofnunina á Seyðisfirði. Rúmlega eitt hundrað mættu í mælingu. Fjáraflanir hafa verið með ýmsu móti, söfnun, sala og vinna. Sólarkaffisalan er nýjasta fjáröflunin. Ágóði af sölunni fer m.a. í að ljúka greiðslum á flygli sem klúbburinn gaf Seyðisfjarðarkirkju. Verkefni klúbbsins ná einnig út fyrir heimabyggð. Nú er að ljúka þriggja ára alþjóðlegu sjónverndarátaki Lionshreyfingarinnar. En baráttan gegn blindu er eitt af höfuðverkefnum Lionshreyfingarinnar um allan heim. Verkefni þetta hefur klúbburinn stutt dyggilega sem og aðrir Lionsklúbbar á Austurlandi. Dagana 3. til 6. apríl fer fram landssöfnun Lionsklúbba á Íslandi undir nafninu Rauð fjöður. Söfnun þessi verður til handa blindum og sjónskertum í samráði við Blindrafélagið. Kjörorð söfnunnarinnar er leiðsöguhundur fyrir blinda.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.