Páskar.

Þá er blessað vorið farið að láta á sér kræla. Sólin skín í heiði (annan hvern dag) og daginn er tekið að lengja. Vorverkin eru enn sem komið er fólgin í því að horfa á snjóinn bráðna. Þá þarf einnig að ferma blessuð börnin. Gera má ráð fyrir að skíðabrekkurnar fyllist af fólki sem kann sér ekki læti að vera komið út í náttúruna. Lækur tifar létt við máða steina. Augnablik. Það er ekki komið sumar. Í augsýn eru hinar ýmsu gönguferðir um fjöll og firnindi. Fórum nokkrir félagar saman á gönguskíðum frá skíðasvæði allra landsmanna í Stafdal út Bjólfinn og gengum sem leið lá út í Hauga. Frábært útsýni þaðan. Hvet alla til að prófa þetta. Gleymdi myndavélinni. Jæja þar losnaði um ritstífluna. Látum nægja í bili.

P.s. Lionsmenn ætla að ganga í hús á Seyðisfirði í kvöld og selja blóm til styrktar góðum málefnum. Biðjum alla að taka vel á móti sölumönnum. Þá er minnt á páskabingó Lionsklúbbs Seyðisfjarðar sem að venju verður haldið laugardaginn fyrir páska. Frábærir vinningar í boði. Mætið öll með góða skapið. Héraðsbúar og ferðamenn eru sérstaklega hvattir til að mæta.    

kv.

LB 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband