Ferð í Lommann.

Veður hefur verið með afbrigðum leiðinleg hérna fyrir austan í dag og eflaust víðast hvar um landið. Ég ætla að bregða mér í Lommann í kvöld og gista fram á sunnudag. Vonandi er vegurinn á sínum stað. Sennilega er ég með latari bloggurum og bið gesti síðunnar velvirðingar á því hvað ég hefi verið latur að skrifa. Það er hálfgerð gúrkutíð. Helstu fréttir þær að Lagarfljót sé mórautt. Var mógrænt fyrir. Það kom Norskur sirkus til landsins í gær og mun halda sýningar víða um land. Annars tíðindalítið. Norræna mun skipta yfir í vetraráætlun í næstu viku. Flug er með minnsta móti og umferð hefur verið að dragast saman á svæðinu. Starfsmenn eru að tínast til vinnu eftir sumarfrí og verður brátt fullskipað á mínum vinnustað. Handboltinn er hættur að rúlla og nú er að bíða eftir að eitthvað annað taki við. Allt með kyrrum kjörum í borginni og ekki verið skipt um meirihluta í einhverja daga. Fer nú í að undirbúa Lommaferðina. Læt kannski vita af aflabrögðum. Fékk 3 miðlungs laxa í fyrra og vona að gangi ekki verr í ár. Gleymdi þá "hólkinum" en tek hann kannski með að þessu sinni og ath. með gæsir. Gríp þær ef gefast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband