Af Loðmundarfjarðarleiðangri

Við hjónin lögðum af stað frá Seyðisfirði um það bil kl.18.00 á föstudaginn og vitanlega lá leiðin í Bónus á Egilsstöðum, þar sem tekinn var kostur sem hefði dugað heilli togaraáhöfn. Það ku jú vera kreppa. Og svona til að drepast nú ekki úr hor á leiðinni fórum við á Subway og fengum okkur 12 tommu bræðing, sem við skiptum ójafnt á milli okkar. Ágætt að hafa a.m.k. einn skyndibitastað á svæðinu. Ókum síðan sem leið lá til Borgarfjarðar Eystra eftir ágætis vegi, en heldur fór að kárna gamanið það sem eftir lifði ferðar. Lentum síðan í Stakkahlíð vel eftir myrkur. Helgin leið síðan í ljúfum draumi. Fjórir silungar veiddust og lentu 3 í potti en einn fékk lífi að halda. Lukum svo reisu þessari síðla á sunnudeginum heima í Miðtúni.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það hefur verið margt skemmtilegt skrafað þarna, enda ekki hægt að nota hina hvimleiðu gsm síma í þessum firði.

Jón Halldór Guðmundsson, 1.9.2008 kl. 13:24

2 Smámynd:     Lárus Bjarnason

Já Jón það er kosturinn við Lommann. Það virka ekki einu sinni Tetra-talstöðvar. Einu málstöðvarnar sem virka þarna eru þessar fremst í ennisblaðinu eða hvar þær eru nú staðsettar.

Lárus Bjarnason, 1.9.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband