Norræna hefur haustsiglingar

Ferjan kemur á morgun þriðjudaginn 2. september til Seyðisfjarðar og siglir á miðvikudaginn aftur utan. Nú er monsún-tímabilið byrjað hér fyrir austan með rigningum og lægðagangi. Vonandi hellir hann ekki svo hressilega úr sér að hætta verði á jarðraski. Hreindýraveiðar hafa gengið ágætlega það best séð verður. Nokkrir vatnavextir eru í ám og hefur það væntanlega spillt eitthvað fyrir silungs-og laxveiðum. Annars er farinn að sjatna ferðamannastraumurinn eins og vill verða þegar líður á haustið. Hér eru þó enn á sveimi einstaka hreindýraskyttur og aðrir útivistarhópar. Venjuleg aðalfundarstörf fara að hefjast í hinum og þessum félögum með tilhreyandi ferðalögum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband