Göng(um) göng(um) hópurinn

Hópur fólks fór fótgangandi af stað yfir Fjarðarheiði í morgun.  Lagt var af stað frá Herðubreið um klukkan 10:20 og voru þeir fyrstu komnir til Egilsstaða um fjórum tímum síðar. Þetta eru greinilega hörkutól og röskleikafólk sem þarna gekk yfir einn hættulegasta fjallveg landsins, hina 27 km löngu Fjarðarheiði til þess að vekja athygli á brýnni þörf fyrir, og  löngu tímabær, jarðgöng milli Seyðisfjarðar og  nærliggjandi þéttbýlisstaða.  Meðfylgjandi myndir tók Jóhanna Gísladóttir þegar hópurinn lagði af stað í morgun

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband