Öldungablak

Þessa helgina fer fram öldungablak hér á Seyðisfirði. Nokkrir þessara "öldunga" hafa verð að stjákla í Samkaupum (Kaupfélagið okkar hérna á Seyðisfirði sem hefur höfuðstöðvar á Góðrarvonar Höfða á Reykjanestá). Þarna í Kaupfélaginu var Hjálmar vinur minn Níelsson sem er sporðdreki og fæddur 15. nóvember 1930 eða svo. Hann leit á ungpíurnar úr "öldungaliðinu", sneri sér að mér og sagði með velþóknun: " Ef þetta eru öldungar, hvað erum við þá?"

Síðar mun væntanlega fást skýring á þessu og grunar undirritaðan að þetta sé fremur "Öl-dunkamót." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:     Lárus Bjarnason

Ekki það að ég sé að gagnrýna þetta mót og hefur það sett skemmtilegan blæ á bæinn okkar. Þetta er það sem þarf að gera bæinn að skamkomustað fyrir slíkar uppákomur. Maður er manns gaman.

Lárus Bjarnason, 1.5.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband