Flutningsþjónusta leggst af á Seyðisfirði.

Eimskip og Samskip hafa lokað afgreiðslum sínum á Seyðisfirði. Íslandspóstur ohf. mun loka pósthúsinu á Seyðisfirði og flytja starfsemi sína í Landsbankann ef áform ganga eftir. Bæjarbúar hafa leitað svara við því hvernig fari með stærri sendingar og hafa svör verið á þann veg að stærri pakkar verði keyrðir beint heim til viðskiptavina Íslandspósts. Ég velti af þessu tilefni fyrir mér jafnræði þegna þessa lands og vísa til laga um póstþjónustu nr. 19/2002. Sömuleiðis velti ég fyrir mér hvernig þetta samræmist reglugerð nr. 364/2003 um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu. Ýmis ákvæðí í lögunum og reglugerðinni eru sett til að tryggja lámarksþjónustu og öryggi í tengslum við póstþjónustu. Segir m.a. um markmið laga um póstþjónustu að það sé að tryggja hagkvæma og virka póstþjónustu um land allt og að allir landsmenn hafi aðgang að ákveðnum þáttum póstþjónustu. Við Seyðfirðingar verðum að halda vöku okkar og gæta þess að þjónusta við okkur og þá sem hér þurfa á póstþjónustu að halda fari ekki niður fyrir þær lágmarkskröfur sem gera verður til slíkrar þjónustu lögum samkvæmt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband