Ganga yfir Fjarðarheiði.

Göngum, göngum !Komdu með á laugardaginn kemur, 3. október.

Hópur fólks hefur tekið saman höndum um að vekja athygli á óviðunandi ástandi samgangna við Seyðisfjörð. Í því skyni er efnt til almennrar hópgöngu yfir Fjarðarheiði a.m.k. ársfjórðungslega þar til komin eru jarðgöng sem tengja Seyðfirðinga við önnur byggðalög.

Nú er komið að fjórðu göngunni um þennan hættulega fjallveg yfir Fjarðarheiði.  Að þessu sinni verður gengið frá Seyðisfirði til Egilsstaða. Gangan hefst kl 09:00 við Herðubreið. Hver og einn tryggir sér far heim aftur. Nærsveitamenn eru hvattir til að koma í gönguna og styðja þannig þetta brýna verkefni í samgöngumálum Austurlands.

Hver og einn getur gengið eins langan spotta og hann/hún treystir sér til eða hefur áhuga á. Þá geta hjón eða fjölskyldur skipst á að ganga og keyra og þannig hvílst inn á milli. Þeir sem ganga hægt geta t.d. byrjað gönguna við skíðaskálann, á mörkum sveitafélaga eða hvar og hvenær sem er meðan á göngunni stendur. Nærsveitamenn gætu gengið frá Egilsstöðum á móti þeim sem koma frá Seyðisfirði.

§  Fólk þarf að nesta sig sjálft og vera vel búið, á góðum skóm og með góðan skjólfatnað.

§  Gott er að vera í skærlitum fatnaði, s.s. gulu vestunum sjálflýsandi, sem hægt er að kaupa fyrir sanngjarnt verð hjá ‚ Ólafíu Stefánsdóttur, sími 472-1434.

Hittumst kát á laugardaginn.

Göngum, göngum hópurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband