Enn á ný er kominn nýr ársfjórðungur og eins og alla fyrstu laugardaga í ársfjórðungum mun Göngum Göngum hópurinn halda á Fjarðarheiði til að vekja athygli á nauðsyn jarðganga fyrir Seyðisfjörð. Að þessu sinni mun verða gengið í Skíðaskálann í Stafdal þar sem boðið verður upp á heitt kakó. Þegar gögnugarpar koma til byggða bíður þeirra Boccia-mót Viljans sem hefst um hádegisbil. Öllum er velkomin þátttaka í göngunni en þátttakendum er bent á að fara varlega klæða sig eftir aðstæðum og nota endurskins vesti. Lagt verður upp frá félagsheimilinu Herðubreið kl.10.00 og gert er ráð fyrir að gangan upp í skála taki á bilinu frá 50 mínútum upp í 1 klst. 

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.