13.12.2013 | 10:27
Spennan í hámarki. Hvað gerist á hinu há Alþingi.
Laugardaginn 6. april verður Göngum Göngum ganga yfir heiðina. Lagt verður af stað frá Herðubreið klukkan 10.00.
Á sunnudaginn var var fundur þar sem gangan var undirbúin og verkefnum skipt niður á undirbúningshópa.
Þið sem fáið þennan póst hafið öll hlutverk í þessu verkefni og það er ekki tilviljun hvernig verkum er skipt. Ykkur er treyst 150% til að leysa ykkar verkefni.
1. Framkvæmdaráð göngunnar: Örvar Jóhannsson, Helgi Haraldsson og Guðni Sigmundsson. Ykkar verkefni er að auglýsa gönguna og kynna hana á facebook, hafa samband við lögreglu, björgunarsveit og útvega fylgdarbíla sé þess þörf.
2. Verkefnastjórn tengslanýliðunar og fjöldaþáttöku: Svava Lárusdóttir, Þorsteinn Arason og Eydís Jóhannsson. VTF sér um að undirbúa aukna þátttöku í göngunni. Það hafa komið fram lauslegar hugmyndir, eins og hvernig getum við gert gönguna að fjölskylduviðburði, hvernig getum við gert krökkum kleift að taka þátt og hvað með þátttöku hjólreiðafólks? Þetta eru dæmi um hugmyndir sem snerta ykkar viðfangsefni.
3. Fjölmiðlar og Kynningarmál. Eva Björk og Jóhanna Gíslad. FOK fær það verkefni að finna leiðir til að kynna verkefnið í fjölmiðlum. Það þarf að gera með því að hafa samaband við til dæmis Ríkisfjölmiðlana með góðum fyrirvara. Það skiptir öllu að ná inn í fjölmiðla. N4?
4. Allherjarnefnd með listrænu Huginsívafi. Gunnar Sverrisson, Guðjón Már Jónsson og Jóhanna Pálsdóttir. Þessi nefnd sem hér eftir nefnist HLH flokkurinn er skipuð fólki úr íþróttageiranum með listrænan bakgrunn. Það er ekki tilviljun. Henni er ætlað það að finna út úr því hvað við getum gert til að tengja gönguna sögu Hugins?, afmæli Hugins? hvort við hæfi sé að veita verðlaun eða viðurkenningar, með merki Hugins?. Gangan er ekki keppnisgrein, þannig að það getur verið vandmeðfarið mál. Nefndin getur líka gert þetta á listrænan hátt og framkvæmt gjörning sem tengist Huginn eða einkennislit Göngunnar sem er gulur,sbr öryggisvestin sem göngumenn nota gjarnan. HLH flokkurinn mætti gjarnan útvega pensla og gula málningu þannig að við getum stoppað við steininn sem alltaf er verið að mála annað slagið hvort sem er, þannig að göngumenn geti málað hann gulan. Það væri góður Huginsgjörningur. Annars hefur HLH flokkurinn frjálsar hendur og tekur ekki skipunum frá einum né neinum.
5. Hraðskrifandi ritarar almennra pistlaskrifa. Lárus Bjarnason og Ólafía Stefánsdóttir. HRAP hópurinn er beðinn að skrifa um gönguna og samgöngur eða eitthvað annað sem þeim kemur til hugar á sfk eða Austurgluggann eða í aðra fjölmiðla.
6. Tónlistrænu Fallbyssurnar. Ómar Bogason og Einar Bragi Bragason eru sjálfskipaðir ljósmyndarar hópsins, enda hafa þeir verið ötulir á þvú sviði. Einnig er vitað mál að það er aldrei að vita nema Einar Bragi semji eins og eitt stykki tónverk Fjarðarheiði til heiðurs eða göngum göngum fólkinu til dýrðar. Hann sýndi það að á blótinu að hann getur þetta kallinn, spurning um að fá Gunna Blikk til að leika í göngunni?
7. Alltmúligtreddingar. Þórhallur Jónasson og Sigrún Sigtryggsdóttir eru hér með skipuð altmúligreddarar. Í því felst að ef þau sjá hnökra á framkvæmd eða eitthvað sem sem vantar hafa þau vald til að skipa öðrum að bæta úr því, eða redda því sjálf, sem er reyndar meira þeirra stíll. Gangman stíll.
Með kveðju,
Jón H og Árni El.
31.12.2012 | 11:54
Gamlársdagur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2012 | 20:08
Gamall karl í Hagkaupum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2012 | 09:45
Seyðfirðingar fagna þingsályktunartillögu um undirbúning Fjarðarheiðarganga. Þverpóitísk samstaða um málið.
![]() |
Vilja undirbúa Seyðisfjarðargöng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2012 | 14:00
Fundur um öryggismál (viðbragðsáætlun) í Végarði 13. mars 2012
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2012 | 18:25
Minningabrot úr Kópavogi
Rauði rassinn og önnur leynifélög
Mikið var um bardaga í hverfinu í gamla daga (Auðbrekka og nágrenni). Eins og áður er komið fram stálum við strákarnir oft og tíðum efniviði í vopn og verjur úr nærliggjandi trésmíðaverkstæðum án teljandi samviskubits. Mjög vinsælt var að útbúa skildi úr lokum af pappatunnum, sem notaðir voru undir afgangs timbur, lista og því um líkt. Voru lok þessi þannig gerð að járnhringur var utan um mjög þykkan pappa. Skjöldur var síðan útbúinn þannig að 4 göt voru boruð í pappann og þrætt snæri í gegnum götin og voru þá fengin handföng á skjöldinn.
Leyni og bardagafélög voru mörg í Kópavogi og lentum við krakkarnir í hverfinu einhvern tíma í því að innrás var gerð í hverfið af gengi ofan af Digranesvegi. Þrátt fyrir vopnleysi náðum við fljótt yfirhöndinni í bardaganum og eins og tíðkaðist tókst okkur að lemja einn skjöldinn sem áður var lýst svo vendilega utan um hönd eins árásarmannsins að hann mun því seint gleyma. Rákum við lið þetta á flótta upp hæðina á móts við nr. 19 í Auðbrekku með öskrum og ópum sem hækkuðu að mun þegar skarexi kom fljúgandi í fallegum boga úr miðjum óvinahernum og lenti á miðju enninu á Bigga Stóra. Skipti engum togum að Biggi steinlá og urðum við að bera hann heim og var hann umsvifalaust sendur á slysavarðstofuna (Gamla heilsuverndarstöðin), sem í þá daga var ein aðalstofnunin fyrir unga drengi. Áttu reyndar ýmsir erindi þangað vegna annarra og merkilegri rauna á unglinsárum og verða engin nöfn nefnd í því sambandi önnur en stofnunarinnar. Löngu seinna eða nánar tiltekið um haustið eftir þennan atburð komst ég að raun um að ég sat í bekk með einum innrásaraðilanum, sem reyndist bróðir þess er kastaði skaröxinni. Bekkjarfélaginn hét Hafþór Sævaldsson og bróðirinn Þór og er það haft fyrir satt að afi þeirra hafi gert við net. Tókst með okkkur ágætis kunningskapur. Ekki liggur fyrir hvað leynifélag þeirra bræðra hét.
Rauði rassinn var annað leynifélag talið eiga heimili í holtinu við Kópavogskirkju. Fór miklum sögum af grimmd félagsmanna í Rauða rassinum. Kvað svo stíft að þessum sögum að allir strákar í hverfinu okkar í austurbænum forðuðust að vera einir á ferð um kirkjuholtið og er til marks um þessa hræðslu að flestir sóttu sund í Sundhöll Reykjavíkur, en sneyddu hjá Sundlaug Kópavogs lengi vel. Aldrei lenti ég í Rauða rassinum og hvarf mér öll hræðsla við það hræðilega félag þegar ég hóf að sækja fótboltaæfingar- og leiki á Vallagerðisvöll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2012 | 14:44
Ævintýri á Fjarðarheiði.
Samgöngur | Breytt 28.2.2012 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2012 | 15:17
Göngum göngum ganga fyrsta laugardag í hverjum ársfjórðungi.
Næstkomandi laugardag 7. janúar 2012 á skv. hefð að ganga yfir Fjarðarheiði fyrir jarðgöngum. Undirritaður sem tekið hefur þátt í þessu framtaki til að vekja athygli á jarðgöngum til Héraðs frá Seyðisfirði frá upphafi átaksins er nú kominn að fótum fram eftir að jarðgöngin komust ekki einu sinni inn á samgönguáætlun. Hefi ég því ákveðið að vekja athygli á þessu góða málefni með því að ganga ekki yfir Fjarðarheiði og fara þannig í gönguverkfall í mótmælaskyni. Einhverjum kann að finnast þetta undarlegt, en mín tilfinning er sú að það veki álíka mikla athygli ráðamanna að sitja á sínum feita rassi og gera ekki neitt eins og að príla þetta ársfjórðungslega yfir heiðina. Til að bæta mér þetta upp mun ég ganga á öðurm tímum á önnur fjöll og hunsa Fjarðarheiði eftir megni.
Fór reyndar í gær með fjölskylduna til að líta á glænýtt barnabarn mitt sem fæddist í gærnótt á Norðfirði. Þurfti ég að fara um 3 fjallvegi sem voru hver öðrum torfærari (snjóblinda og bylur) og þurfti ítrekað að stöðva bifreiðina þar sem skyggni var ekkert. Þetta eykur hættuna á að ekið sé á mann því ýmsir ökumenn skirrast ekki við að aka áfram í snjókófi þótt ekki sjái á milli augna. Hendi þessu hér inn sem áframhaldandi umræðu um nauðsyn á jarðgangagerð hér fyrir austan.
11.12.2011 | 16:28
Fjarðarheiði ófær.
![]() |
Óveður á Austfjörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |