Færsluflokkur: Samgöngur
11.12.2011 | 16:28
Fjarðarheiði ófær.
![]() |
Óveður á Austfjörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2011 | 17:10
Ganga 2. júlí 2011.
Fámenn er góðmenn ganga var farin yfir Fjarðarheiði hinn 2. júlí 2011 á vegum Göngum Göngum hópsins til að vekja athygli á erfiðum samgöngum um Fjarðarheiði. Af því tilefni þykir mér við hæfi að setja á blað hugleiðingu um málefnið. Eins og flestir vita kemur bílferjan Norræna að höfn á Seyðisfirði á sumrin með mikin fjölda ferðamanna sem ferðast um landið og eyðir hér miklum gjaldeyri (ef þeir hafa ekki keypt ódýrar aflandskrónur). Sömuleiðis fara margir með ferjunni erlendis (og sólunda gjaldeyri ). Þetta eykur umferð um Fjarðarheiði töluvert þar sem í meðalferðum eru ca. 300 farartæki með ferjunni. Þá má gera ráð fyrir að sama tala fari út með henni hverju sinni. Allt er þetta lýðum ljóst, en eflaust eru þeir færri sem leiða hugan að því að mikill fiskur er fluttur út með ferjunni á öllum tímum ársins. Við Seyðfirðingar höfum um langt árabil barist fyrir jarðgögnum á milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Við gerðum þau regin mistök að ætla að vera í samfloti með nágrönnum okkar í Fjarðarbyggð á sínum tíma með kröfur um jarðgögn og leiddi það til þess að við lentum "aftur fyrir í röðinni" í baráttunni fyrir jarðgöngum. Það var því með tár á hvarmi sem við hofðum á viðtöl í sjónvarpi við Ólafsfirðinga þegar Héðinsfjarðargögn voru opnuð og menn sögðu sem svo: " Jú, jú þetta er ágætt. Ég get kannsi litið til pabba í kaffi oftar". Það er erfitt fyrir íbúa kaupstaðar sem býr við erfiðar samgöngur, sem oft valda því að ekki er fært heilu sólarhringana og jafnvel allt upp í viku að horfa upp á það að jarðgöng séu sprend og boruð þar sem þeirra er greinilega ekki eins rík þörf. Í okkar huga snýst þetta um rétta forgangsröðun út frá einangrun. Við bendum líka á það að slíka gangagerð mætti fjármagna með vegtollum. Hér er mjög mikil umferð innlendra og erlendraferðamanna og myndi slík gangagerð ekki vera ýkja lengi að borga sig upp.
Mikil umferð um hættulegan veg
Fimmtudagsmorgnar eru engir venjulegir morgnar á Fjarðarheiði. Í morgun fóru næstum níu hundruð bílar yfir heiðina og var hver fermetri malbiks vel nýttur. Bílarnir koma úr Norrænu en ferðir hennar til Seyðisfjarðar gera það að verkum að Fjarðarheiði er skilgreind sem hluti af þjóðvegakerfi Evrópu, eða svokallaður TERN vegur líkt og hringvegurinn og nokkrir aðrir vegir hér á landi.
En þó að vegurinn um Fjarðarheiði sé malbikaður þykir hann mjór og hættulegur. Eftir slæma útreið Hvalfjarðarganga í nýlegri skýrslu hafa Seyðfirðingar dustað rykið af slysaskýrslu EuroRap frá árinu 2008. Þar var Fjarðarheiðin dæmd einn hættulegasti hluti af svokölluðum Tern-vegum á Íslandi. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar vill minna á að vegurinn yfir Fjarðarheiði hafi komið illa út; hliðar vegarins fái aðeins tvær stjörnur af fimm fyrir öryggi. Í skýrslunni sé bent á að vegurinn yfir Fjarðarheiði sé mjög hár og brattir fláar á honum nánast alla leið. Á sérstöku slysakorti Euro RAP sem byggt er á slysasögu fái Fjarðarheiði aðeins eina stjörnu. Leiðin sé með öðrum orðum skilgreind sem einn hættulegasti vegur landsins.
Seyðfirðingar telja að vegna þess hve vegurinn liggur hátt séu jarðgögn eina lausnin til framtíðar. Á veturna er Fjarðarheiðin mjög erfið í hálku og það þekkja þeir sem þurfa að flytja vörur um heiðina. Sigfinnur Mikaelsson, framkvæmdastjóri Smyril Blue Line, bendir á að Fjarðarheiðin sé eina tenging íslenskra vega við vegakerfi Evrópu og að vegna þess hve vegurinn liggur hátt séu jarðgöng eina lausnin.
frettir@ruv.is
1.7.2010 | 12:31
Með lögum....

Samgöngur | Breytt 17.3.2022 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)