Færsluflokkur: Samgöngur
21.12.2013 | 17:32
Kynning á íbúafundi 16. desember á Fjarðarheiðargögnum.
19.12.2013 | 18:23
Kæra dagbók
Laugardagurinn 13. desember á því herrans ári 1997.
Allir í embættisbústað sýslumannsins á Seyðisfirði, að Miðtúni 13, sama stað, eru komnir á stjá. Börnin tvö, Árni Geir 11 ára, bráðum 12 og Ingibjörg nýlega 3 ára eru inni í sjónvarpsherbergi að horfa á Stöð 2 og klukkan er 09.50. Hrafnhildur er nýlega komin á fætur og byrjuð að hella upp á kaffi. Hún er 37 ára og varð fyrir því óláni að giftast mér fyrir rúmum 13 árum. Eina dóttur eigum við til viðbótar áðurtöldum búpeningi og er það Svava Kvennaskólapía 17 ára og nýkomin með bílpróf. Mikið fjör mikið gaman. Dagurinn í dag hófst með því að ég vaknaði við Ingibjörgu. Hún þurfti ýmsa aðhlynningu, sem var góðfúslega veitt og verður ekki útlistuð nánar.
Ýmislegt stendur til síðar í dag og til að gefa lesandanum ofurlitla innsýn í laugardagslíf Seyðfirðinga á þessum tímum skal þetta tíundað. Nú hætti ég ritun af óviðráðanlegum ástæðum. Afsakið þessa bið sem varð vegna smá heimilisvanda.
Í kvöld stendur Hótel Snæfell fyrir hlaðborði og dansleik og mun starfsfólk sýslumannsins ásamt mökum nota tækifærið og gera sér glaðan dag. Hefst sú gleði með hanastélsboði hér í þessu húsi kl.19.00 og stendur því mikið til. Bjarga þarf ísmolum fyrir hádegi úr Herðubreið og gera þarf ýmis innkaup. Þá verða tónleikar á vegum Tónlistarskóla Seyðisfjarðar í Seyðisfjarðarkirkju og á Árni Geir að leika þar á gítar m.a.
Lionsfélagar ætla upp á Hérað á sama tíma að sækja jólatré og vilja að allir klúbbfélagar mæti. Ekki er hægt að vera alls staðar í einu og mun ég því hvergi fara. Það vill segja að ég mun steðja í kirkjuna á tónleikana.
Þetta er það helsta sem verður á döfninni í dag en margt annað kann að vera í boði og eru verslanir hér í bæ opnar til kl.18.00 a.m.k.
Páll Óskar og nokkrir "vinir" munu skemmta um miðnætti á dansleiknum.
Meira síðar um Seyðisfjörð.
Þannig fært til bókar á ofangreindum degi. Fleira ekki gert. Bókun lokið.
17.12.2013 | 08:20
Borgarafundur 16. desember 2013.
Í gær mánudaginn 16. desember kl.17.00 var haldinn opinn bogarafundur í félagsheimilinu Herðubreið (Bíósal) um fjármál kaupstaðarins og samgögumál. Fundarstjóri var Arnbjörg Sveinsdóttir. Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri hafði framsögu um fjármál bæjarins og sýndi fram á viðsnúning í rekstrinum. Að lokinni framsögu voru leyfðar fyrirspurnir og sköpuðust líflegar umræður í kjölfarið. Þá var fjallað um stöðu í gangagerðarmálum. Fram kom m.a. að 30 milljónir hafa fengist á fjárlögum til að hefja tilraunasprengingar til að finna út hvar haganlegast er að hafa gangamunna Fjarðarheiðarganga. Mikil samstaða kom fram um að göng eigi að liggja til Héraðs í fyrstu. Þá var rætt um mögulegt aukið samstarf við önnur sveitarfélög og hugmyndir viðraðar um sameiningar við nágranna sveitarfélög. Sýndist þar sitt hverjum. Fundurinn var í alla staði góður og gagnlegur.
13.12.2013 | 11:03
Áfangasigur. Þrjátíumilljónir inni.
Eins og mál standa nú eru þrjátíu milljónir inni til að hefja vinnu við undirbúning Fjarðarheiðarganga. Hefðum viljað fá hærri fjárhæð en þetta er strax byrjun. Við fögnum því að málið sé á dagskrá.
13.12.2013 | 10:27
Spennan í hámarki. Hvað gerist á hinu há Alþingi.
Laugardaginn 6. april verður Göngum Göngum ganga yfir heiðina. Lagt verður af stað frá Herðubreið klukkan 10.00.
Á sunnudaginn var var fundur þar sem gangan var undirbúin og verkefnum skipt niður á undirbúningshópa.
Þið sem fáið þennan póst hafið öll hlutverk í þessu verkefni og það er ekki tilviljun hvernig verkum er skipt. Ykkur er treyst 150% til að leysa ykkar verkefni.
1. Framkvæmdaráð göngunnar: Örvar Jóhannsson, Helgi Haraldsson og Guðni Sigmundsson. Ykkar verkefni er að auglýsa gönguna og kynna hana á facebook, hafa samband við lögreglu, björgunarsveit og útvega fylgdarbíla sé þess þörf.
2. Verkefnastjórn tengslanýliðunar og fjöldaþáttöku: Svava Lárusdóttir, Þorsteinn Arason og Eydís Jóhannsson. VTF sér um að undirbúa aukna þátttöku í göngunni. Það hafa komið fram lauslegar hugmyndir, eins og hvernig getum við gert gönguna að fjölskylduviðburði, hvernig getum við gert krökkum kleift að taka þátt og hvað með þátttöku hjólreiðafólks? Þetta eru dæmi um hugmyndir sem snerta ykkar viðfangsefni.
3. Fjölmiðlar og Kynningarmál. Eva Björk og Jóhanna Gíslad. FOK fær það verkefni að finna leiðir til að kynna verkefnið í fjölmiðlum. Það þarf að gera með því að hafa samaband við til dæmis Ríkisfjölmiðlana með góðum fyrirvara. Það skiptir öllu að ná inn í fjölmiðla. N4?
4. Allherjarnefnd með listrænu Huginsívafi. Gunnar Sverrisson, Guðjón Már Jónsson og Jóhanna Pálsdóttir. Þessi nefnd sem hér eftir nefnist HLH flokkurinn er skipuð fólki úr íþróttageiranum með listrænan bakgrunn. Það er ekki tilviljun. Henni er ætlað það að finna út úr því hvað við getum gert til að tengja gönguna sögu Hugins?, afmæli Hugins? hvort við hæfi sé að veita verðlaun eða viðurkenningar, með merki Hugins?. Gangan er ekki keppnisgrein, þannig að það getur verið vandmeðfarið mál. Nefndin getur líka gert þetta á listrænan hátt og framkvæmt gjörning sem tengist Huginn eða einkennislit Göngunnar sem er gulur,sbr öryggisvestin sem göngumenn nota gjarnan. HLH flokkurinn mætti gjarnan útvega pensla og gula málningu þannig að við getum stoppað við steininn sem alltaf er verið að mála annað slagið hvort sem er, þannig að göngumenn geti málað hann gulan. Það væri góður Huginsgjörningur. Annars hefur HLH flokkurinn frjálsar hendur og tekur ekki skipunum frá einum né neinum.
5. Hraðskrifandi ritarar almennra pistlaskrifa. Lárus Bjarnason og Ólafía Stefánsdóttir. HRAP hópurinn er beðinn að skrifa um gönguna og samgöngur eða eitthvað annað sem þeim kemur til hugar á sfk eða Austurgluggann eða í aðra fjölmiðla.
6. Tónlistrænu Fallbyssurnar. Ómar Bogason og Einar Bragi Bragason eru sjálfskipaðir ljósmyndarar hópsins, enda hafa þeir verið ötulir á þvú sviði. Einnig er vitað mál að það er aldrei að vita nema Einar Bragi semji eins og eitt stykki tónverk Fjarðarheiði til heiðurs eða göngum göngum fólkinu til dýrðar. Hann sýndi það að á blótinu að hann getur þetta kallinn, spurning um að fá Gunna Blikk til að leika í göngunni?
7. Alltmúligtreddingar. Þórhallur Jónasson og Sigrún Sigtryggsdóttir eru hér með skipuð altmúligreddarar. Í því felst að ef þau sjá hnökra á framkvæmd eða eitthvað sem sem vantar hafa þau vald til að skipa öðrum að bæta úr því, eða redda því sjálf, sem er reyndar meira þeirra stíll. Gangman stíll.
Með kveðju,
Jón H og Árni El.
24.10.2012 | 09:45
Seyðfirðingar fagna þingsályktunartillögu um undirbúning Fjarðarheiðarganga. Þverpóitísk samstaða um málið.
![]() |
Vilja undirbúa Seyðisfjarðargöng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2012 | 14:44
Ævintýri á Fjarðarheiði.
Samgöngur | Breytt 28.2.2012 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2012 | 15:17
Göngum göngum ganga fyrsta laugardag í hverjum ársfjórðungi.
Næstkomandi laugardag 7. janúar 2012 á skv. hefð að ganga yfir Fjarðarheiði fyrir jarðgöngum. Undirritaður sem tekið hefur þátt í þessu framtaki til að vekja athygli á jarðgöngum til Héraðs frá Seyðisfirði frá upphafi átaksins er nú kominn að fótum fram eftir að jarðgöngin komust ekki einu sinni inn á samgönguáætlun. Hefi ég því ákveðið að vekja athygli á þessu góða málefni með því að ganga ekki yfir Fjarðarheiði og fara þannig í gönguverkfall í mótmælaskyni. Einhverjum kann að finnast þetta undarlegt, en mín tilfinning er sú að það veki álíka mikla athygli ráðamanna að sitja á sínum feita rassi og gera ekki neitt eins og að príla þetta ársfjórðungslega yfir heiðina. Til að bæta mér þetta upp mun ég ganga á öðurm tímum á önnur fjöll og hunsa Fjarðarheiði eftir megni.
Fór reyndar í gær með fjölskylduna til að líta á glænýtt barnabarn mitt sem fæddist í gærnótt á Norðfirði. Þurfti ég að fara um 3 fjallvegi sem voru hver öðrum torfærari (snjóblinda og bylur) og þurfti ítrekað að stöðva bifreiðina þar sem skyggni var ekkert. Þetta eykur hættuna á að ekið sé á mann því ýmsir ökumenn skirrast ekki við að aka áfram í snjókófi þótt ekki sjái á milli augna. Hendi þessu hér inn sem áframhaldandi umræðu um nauðsyn á jarðgangagerð hér fyrir austan.