21.12.2013 | 17:32
Kynning á íbúafundi 16. desember á Fjarðarheiðargögnum.
Eins og greint hefur verið frá hér á bloggsíðunni var haldinn íbúafundur á Seyðisfirði hinn 16. desember 2013. Þá var m.a. meðfylgjandi Powerpoint kynning sett fram. Hún er hér án frekari skýringa sett fram sem kynning sem gott er að skrolla í gegnum til að kynna sér í fljótu bragði möguleikana og þörfina á göngum. Áhersla er lögð á að slík gögn eru ekki bara ætluð Seyðfirðingum einum heldur er hér um að ræða byggðamál, öryggismál, atvinnuöryggismál og samgögumál allt í einu og sama málinu. Þá er vert að velta fyrir sér umferð um Fjarðarheiði sem vænanlega mun aukast við tilkomu ganga. Tenging við Evrópu og svo mætti lengi telja. Kynningin segir meira en ég kem hér að í nokkrum orðum og hendi ég henni hér inn. Tekið skal fram að þessi leið er valin þar sem erfitt sýnist að koma kynningunni beint á Facebook.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.