Færsluflokkur: Samgöngur
9.2.2020 | 14:45
Það eru ekki svellin.
Kom að sunnan á fimmtudaginn var austur á Seyðisfjörð. Það hafði gert hnjúkaþey á fimmtudeginum þannig að mestan snjó hafði tekið upp og götur því svo til auðar. Klaki þó á gangstéttum og túnum. Leikritið Skarfur var sýnt á Seyðisfirði um helgina og Miðflokkurinn hélt stjórnmálafund um sveitarstjórnarmál og landsbyggðarmál. Mæltist flestum vel en mestur fengur var þó í orðum fyrrum forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en hann kvaðst fylgjandi Fjarðarheiðargöngum. Gaman verður að heyra hvað hann segir eftir heimsókn í Fjarðabyggð sem fyrirhuguð er á mánudaginn 10. febrúar.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2019 | 11:11
Norræna hefur komið til Seyðisfjarðar vikulega í allan vetur.
Ferjan Norræna hefur komið til Seyðisfjarðar skv. áætlun á hverjum þriðjudegi í allan vetur og farið á miðvikudagskvöldum. Svo mun verða áfram þar til sumaráætlun hefst um miðjan júní.
![]() |
Norræna komin til Seyðisfjarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2018 | 21:24
Tilboð um innblástur.
Fékk tilboð um innblástur fyrir færslur á þetta blogg,
Ekki veitir nú af. Eitthvert hóks þó. Hunsaði það enda verð ég seint bloggari. Takk samt.
28.8.2017 | 20:44
Orkuveituhúsið
Jæja þá er komið að okkur neytendum að borga fyrir bruðlið í flottræflunum. Af hverju í ósköpunum dugði Orkuveitunni ekki að hafa sínar skrifstofur í hæveskri byggingu. Hvaða vit er svo i að neytendur eigi að borga brúsann. Maður bara spyr sig.
10.2.2017 | 08:30
Jólaspek.
Hvernig nær maður af sér 5 kílóum af jólaspiki án mikillar fyrirhafnar?
10.5.2016 | 09:53
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016 er hafin á skrifstofum embættis Sýslumannsins á Austurlandi.
15.3.2015 | 12:26
ESB
Nú fara menn mikinn og tala um atlögu að þingræðinu af því utanríkisráðherra sagði keisaranum að hann væri á naríunum. Þing er vitanlega þing og hefur sín völd sem það sækir til fólksins í landinu. Þegar hið háa Alþingi tók ákvörðun um að gerast umsóknaraðili að ESB í því skyni að fá að skyggnast í pakkann eins og það var nefnt var þjóðin að miklum meiri hluta á móti inngöngu í sambandið. Hún er það ennþá. Margir vilja fá að kjósa og sumir jafnvel bara til að segja nei. Hvað er það? Er ekki viðræðum lokið? Var ekki pakkinn tómur? Blasti það ekki alltaf við?
Hugleiðing á sunnudagsmorgni.
16.12.2014 | 15:04
Veðurteppi í Kópavogi
Eina ferðina enn er undirritaður veðurtepptur í Kópavogi. Fór til fundar á mánudegi og átti bókað flug í morgun. Hann skall svo á með snjófoki og safrenningi sem tæpast myndi teljast til veðurs á Vestfjörðum eða fyrir Austan en allt er í fári hér á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa "áhlaups". Hér sér vel á milli húsa enda byggð þétt. Að öllu gamni slepptu þá tekur það aðeins á þolinmæðina að hanga svona og bíða eftir flugi. Þá er gott að komast í vinnupóstinn sinn og geta sinnt brýnustu málum í tölvunni og í gegn um síma. Guði sé lof fyrir nútíma tækni.
13.7.2014 | 16:31
Beðið eftir úrslitaleik.
7.3.2014 | 13:44
Mat á snjóflóðahættu.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)